ÞÚ HJÁLPAR HEIMINUM

Þegar þú verslar notað, gerir þú FRÁBÆRA hluti fyrir umhverfið.
Í Barnaloppunni erum við stolt því
saman höfum við minnkað vatnsnotkun og CO² í heiminum um:


lítra af vatni

Sem jafngildir


skiptum sem klósettinu er sturtað niður

kg CO2

sem jafngildir

km í akstri

Heimsmál

Skilmálar

BÁSALEIGA

Bókanir

Hægt er að leigja bás í gegnum heimasíðuna okkar, www.barnaloppan.is, í verslun okkar í Skeifunni 11A eða símleiðis í síma 528-2080 eða 620-2080. Ekki er leyfilegt að vera með fleiri en einn bás bókaðan á sama tímabili ef verið er að selja nýjar vörur.

Athugið/Attention
Ef þú hefur í hyggju að selja nýjar vörur eða bóka fleiri en tvo bása á sama tímabili vinsamlegast hafðu þá samband við okkur áður en básinn er bókaður á info@barnaloppan.is 


If you have an interest in selling new products in your booth or have more than two booths at the same time please contact us before booking through info@barnaloppan.is

Afbókanir

Þegar þú pantar bás hjá Barnaloppunni, hefur þú 14 daga frest til endurgreiðslu ef þér snýst hugur. Ef þú vilt nýta þér þann rétt er best að senda okkur tölvupóst á info@barnaloppan.is eða hringja beint í verslun okkar í Skeifunni og þú færð básinn endurgreiddan. Vinsamlegast athugaðu að þú færð básinn einungis endurgreiddan ef hann er afpantaður með að minnsta kosti 14 daga fyrirvara, og miðast það við fyrsta dag leigutímabils. Ekki er því hægt að fá endurgreitt ef það eru færri en 14 dagar í að leigutímabilið hefjist, óháð því hvenær básinn er pantaður. Ef þú vilt biðja um eigendaskipti á bás þá þarf einnig að hafa samband við okkur í gegnum tölvupóst eða á facebook messenger. Við eigendaskipti þurfum við að fá fullt nafn, netfang og símanúmer hjá aðilanum sem tekur við leigunni og greiðir viðkomandi núverandi leigjanda fyrir básinn. Ath. þetta er einungis hægt ef básaleigan er ekki núþegar hafin. 

Verð

Verðin sem gefin eru upp á heimasíðunni eru með virðisaukaskatti.

Þóknun

Þóknun (18%) er sjálfkrafa dregin frá hverri sölu og gerist það um leið og vara selst. Þegar söluhagnaður er greiddur út til básaleigjanda er búið að draga frá þessa söluþóknun. Hægt er að sjá inná “Barnaloppan Mín” bæði heildarsölu vara (magn og upphæð) ásamt yfirliti yfir söluhagnað að frádreginni þóknun.

Sjálfstæður rekstur

Ef þú sérð fyrir þér að reka þína eigin verslun í básnum, ertu sjálf/ur ábyrg/ur fyrir því að gefa upp réttar upplýsingar til skatts. Einnig ber að tilkynna Barnaloppunni við bókun ef ætlunin er að selja vörur frá VSK-skráðu fyrirtæki í básnum. Í Barnaloppunni eru mjög strangar reglur varðandi nýjar vörur til sölu í básum. Ekki er leyfilegt að vera með fleiri en 1 bás á leigu á sama tímabili og þurfa vörur að vera vottaðar og helst CE merktar. Annað sem ber að hafa í huga er að við erum fyrst og fremst umhverfisvæn verslun og þarf að passa að plastumbúðir undir nýjar vörur þurfa að vera í lágmarki. Ef við sjáum að magn nýrra vara á básum sé að nálgast 3-5% af heildarvörum í búðinni þá áskiljum við okkur þó rétt á að færa til bókanir og hugsanlega afbóka bása í einstökum tilfellum. Ef þú ert með notaðar vörur máttu vera með tvo bása í leigu á sama tímabili.

Á MEÐAN Á LEIGUTÍMA STENDUR 

Í upphafi leigutímabils 

Eftir að bás hefur verið bókaður, er hægt að setja hann upp 1 klst fyrir lokun daginn áður en leigutímabil hefst, þ.e. á mánudegi til miðvikudags kl. 17.00, fimmtudag kl. 20.00, föstudag kl. 17.00 og laugardag/sunnudag kl 16:00. Einnig er í boði að setja upp básinn 1 klst fyrir opnun á fyrsta degi leigutímabils eða kl 10.00 um morguninn alla daga vikunnar. Ef engar vörur hafa verið settar upp í básinn þegar líður á fyrsta dag leigutímabils er Barnaloppunni heimilt að leigja básinn út til annars aðila, þ.e.a.s. ef ekki hefur gert fyrirfram samkomulag um annað. Ef það eru lokunardagar á því leigutímabili sem bás er bókaður reiknast þeir ekki með í heildardögum tímabils. Leigutímabilið er alltaf sá fjöldi daga sem valdir eru þegar bás er bókaður.

Ekki er heimilt að flytja bása til, né setja upp festingar í básunum, aðrar en þær sem fyrir eru. Ef vörum er stillt upp út fyrir eigin bás verða þær fjarlægðar án viðvörunar. Mikilvægt er að þú sjáir sjálf/ur um að allar vörur séu merktar rétt með strikamerkjum Barnaloppunnar og þeim verðum sem þú hefur sett á vöruna.

ATHUGIÐ. Nýjar reglur í Barnaloppunni. Framvegis er bannað að setja þungar og óstabílar vörur uppá básana hjá okkur. Þetta á t.d. við um vörur sem eru á hjólum og þunga hluti eins og bílstóla. Slysin gera ekki boð á undan sér og því viljum við banna þetta alfarið strax, og þótt fyrr hefði verið. Við hvetjum leigjendur til að nota annað hvort neðstu hilluna í básnum eða stóra svæðið okkar (300 kr. fyrir hvern hlut sem fer í stóra svæðið).

Þjófavarnir

Ótakmarkað magn af þjófavörnum fylgja með í leiguverðinu fyrir vörur sem eru verðlagðar yfir 1.500 krónum. Húsnæðið er vaktað með öryggismyndavélum, og starfsfólk okkar er almennt vakandi fyrir búðarþjófnaði. Barnaloppan ber ekki ábyrgð á stolnum, týndum né eyðilögðum vörum og í tilfelli af eldsvoða og vatnsskaða er Barnaloppan ekki bótaskyld. Innbústrygging þín bætir hugsanlega bruna/ vatnsskaða eða þjófnað - hafðu samband við þitt tryggingafélag til að fá frekari upplýsingar um það.

Eignaréttur og vöruskilmálar

Seljandi er einn ábyrgur fyrir því að hafa ótakmarkaðan eignarétt á vörum sínum og rétt til þess að selja þær í básnum. Ekki er heimilt að selja ólöglegar, falsaðar eða skaðlegar vörur, tóbak, áfengi, matvöru, vopn, flugelda, klámfengið efni eða aðrar vörur sem starfsfólk telur ekki við hæfi. Einnig er ekki heimilt að hafa vörur keyptar frá Ebay, Wish, Aliexpress o.s.frv., og þá sérstaklega vörur sem ekki eru vottaðar, til endursölu í Barnaloppunni. Nafnspjöld eða önnur slík markaðssetning er ekki leyfileg í básnum. Ef þessu er ekki framfylgt verða vörur úr tilteknum básum fjarlægðar án fyrirvara. Starfsfólk hefur einnig rétt á að vísa frá eða fjarlægja vörur, sem metnar eru skaðlegar fyrir ímynd eða staðla verslunarinnar, eins og til dæmis skítugar, illa lyktandi eða götóttar flíkur eða brotnar vörur ásamt raftækjum sem ekki virka. Ath. að notuðum vörum sem keyptar eru í Barnaloppunni fást hvorki skilað né skipt. Varan er keypt í því ástandi sem hún er í og er því á ábyrgð kaupanda eftir greiðslu.

Skipulag og áfylling á bás

Í grundvallaratriðum ert þú sjálf/ur ábyrg/ur fyrir básnum þínum, og er þér velkomið að fylla á básinn að vild hvenær sem er dags á meðan á leigutíma stendur. Við erum með sameiginlegt svæði með hring- og veggslám sem leigjendur geta nýtt sér fyrir einstaka vörur sér að kostnaðarlausu. Oftast reynum við að hafa árstíðarbundnar vörur á slánum eins og td. úlpur, kuldagalla og ullarfatnað á veturna og léttari fatnað á sumrin (um að gera að hafa samband við okkur og athuga hvaða vörur eru á sameiginlega svæðinu þegar leigan hefst). Einnig er hægt að koma með vagn, kerru eða aðra stóra vöru á “Stóra Svæðið” okkar - en það kostar 300 krónur aukalega fyrir hvern hlut út leigutímabilið. 

 

Einnig hefur þú möguleika á því að greiða aukalega fyrir tiltekt í bás á meðan á leigutíma stendur (ath. verðskrá á heimasíðu okkar) - en við rukkum ekki fyrir það nema að um stórtiltekt sé að ræða. Ef verðmiði hefur dottið af vöru eða vörur finnast í versluninni eftir að leigutíma er lokið, mun þeim verða komið fyrir í sérstökum "tapað og fundið” básum og merktar þeirri dagsetningu sem varan finnst í búðinni. Við mælum því með að fylgjast með þeim básum og athuga hvort vörur úr þínum bás hafa ratað þangað. Einnig er ráðlagt að kíkja við í Barnaloppunni eftir að leigutíma lýkur, þar sem vörur koma oftar en ekki í leitirnar eftir leigutímabilið. “Gamlar” vörur eru geymdar í "tapað og fundið" í að minnsta kosti í 14 daga, en eftir þann tíma verða þær í eigu Barnaloppunnar sem hefur þá möguleikann á því að gefa til góðgerðarmála, selja eða ráðstafa að vild

Breyta verðum

Ef óskað er eftir að breyta verðum á vörum á meðan á leigutíma stendur, þarf að setja nýjan verðmiða á vöruna. Verðmiðum sem hefur verið breytt eða strikað yfir eru ógildir af öryggisástæðum.

Afsláttur í básnum

Þú hefur möguleika á að setja afslátt á vörurnar í básnum þínum, og ef þess er óskað þarf að láta starfsfólk vita svo hægt sé að skrá afsláttinn inn í tölvukerfið, einnig getur þú sjálf/ur skráð inn afslátt á þínu svæði “Barnaloppan Mín” en athugið að þá virkjast afslátturinn daginn eftir þar sem við byrjum alla morgna á að rölta með afsláttarskilti í básana. Eftir að afsláttur hefur verið virkjaður í kerfinu kemur hann sjálfkrafa inn þegar vara er skönnuð. Afsláttarskilti eru afhent af starfsfólki verslunarinnar, og hægt er að velja á milli 25%, 50% eða 75% afslátt.

 

Í LOK LEIGUTÍMANS

Bás tæmdur

Básinn þarf að vera tómur í seinasta lagi 1 klst fyrir lokun á síðasta degi leigutímabils, þ.e. á mánudegi til föstudags fyrir kl. 17.00, fimmtudegi fyrir kl. 20.00 og laugardag/sunnudag fyrir kl. 16.00. Þú ert sjálf/ur ábyrg/ur fyrir því að tæma básinn í lok leigutíma, nema að greitt sé sérstaklega fyrir þá þjónustu hjá Barnaloppunni. Mikilvægt er að verðmiðar séu ennþá á vörunum þegar básinn er tæmdur, þar sem vörur án verðmiða má ekki taka með út úr versluninni. Starfsfólk hefur rétt á að athuga hvort verðmiðar séu á vörunum. Athugið að hafa skilríki meðferðis til að sýna starfsfólki þegar leigutímabili er lokið.

Ef básinn hefur ekki verið tæmdur á réttum tíma og ekkert samkomulag verið gert varðandi það, munum við hjá Barnaloppunni sjá um að pakka vörunum niður og rukka fyrir það afgreiðslugjald sem nemur 5.000 krónum. Einnig hefur þú möguleika á því að kaupa þá þjónustu að tæma básinn, og kostar það 3.000 krónur þegar samið er um það fyrirfram. Við geymum vörurnar í viku að hámarki, en rukkum 1000 krónur fyrir hvern dag eftir að vörurnar hafa verið í geymslu hjá okkur í 3 daga. Eftir eina viku eru vörurnar í eigu Barnaloppunnar. Geymsluplássið okkar er mjög takmarkað og því eru reglurnar svona, vonum að það sé skilningur fyrir því.

Söluhagnaður greiddur út

Barnaloppan greiðir út 82% af heildarsölunni til þín. Útborgunin greiðist út með millifærslu og reynum við eftir fremsta megni að greiða út samdægurs eða daginn eftir, en það getur þó tekið allt að 2-3 virka daga eftir að sótt hefur verið um greiðsluna í "Barnaloppan mín". Ef einhverjar vörur gleymast í versluninni og seljast innan 14 daga eftir að leigutímabil klárast, þá þarf að sækja aftur um svo hægt sé að millifæra þann söluhagnað inn á reikning eiganda. Útborgun af söluhagnaði verður að gerast innan 90 daga eftir að leigutímabili lýkur.

Persónuverndarstefna

Fyrirtækið skilur og virðir mikilvægi einkalífs á Internetinu, og því mun það ekki gefa upp upplýsingar um viðskiptavini/notendur til þriðja aðila, nema nauðsynlegt sé að framkvæma ákveðin viðskipti. Fyrirtækið mun ekki selja nafnið þitt, netfang, kreditkort eða persónuleg gögn til þriðja aðila án samþykki þíns.