ÞÚ HJÁLPAR HEIMINUM

Þegar þú verslar notað, gerir þú FRÁBÆRA hluti fyrir umhverfið.
Í Barnaloppunni erum við stolt því
saman höfum við minnkað vatnsnotkun og CO² í heiminum um:


lítra af vatni

Sem jafngildir


skiptum sem klósettinu er sturtað niður

kg CO2

sem jafngildir

km í akstri

Heimsmál


1. Bókaðu bás sem hentar þér

Þegar þú bókar bás færðu sendan aðgang inn á innri síðuna okkar, "Barnaloppan Mín". Þar skráir þú inn verðin á þeim vörum sem þú hyggst selja í Barnaloppunni. Við komu í verslunina verða verðmiðar með strikamerkjum klárir til afhendingar. ATH. Ef óskað er eftir að selja stærri vörur eins og td. vagn, kerru eða bílstól er möguleiki að koma þeim fyrir á stóra svæðið hjá okkur og kostar það 300 kr. fyrir hvern hlut og fer greiðsla fram við komu í verslun. Einnig er hægt að greiða fyrir tiltekt í básum við komu í verslun. Nánari upplýsingar má finna í skilmálum okkar.

 

2. Komdu vörunum þínum fyrir í básnum

Við komu í Barnaloppuna verða þér útvegaðir verðmiðar og herðatré. Einnig eru þjófavarnir í boði og perlur í mismunandi litum sem settar eru á herðatrén til að stærðarmerkja, en það er að sjálfsögðu valkvætt. Þú kemur vörunum fyrir, og við mælum með að taka mynd af básnum til þess að deila á samfélagsmiðlum og auglýsa þannig básinn þinn.

 

3. Við sjáum alfarið um söluna

Við þjónustum viðskiptavini verslunarinnar og seljum vörurnar þínar fyrir þig. Þú getur ávallt fylgst með sölunni þinni frá degi til dags í gegnum "Barnaloppan Mín", en við ráðleggjum þó að kíkja við á meðan á leigutíma stendur til að halda básnum snyrtilegum og/eða fylla á hann.

 

4. Við greiðum þér út söluhagnaðinn

Söluhagnaðurinn er greiddur út með millifærslu og því máttu gjarnan gefa okkur upp reikningsnúmer og kennitölu þegar þú óskar eftir greiðslu, hvort sem það er á miðju tímabili eða í lokin. Millifærslur eru framkvæmdar innan 2-3 virkra daga frá því að greiðslu er óskað. Þóknun er 18% af heildarsölu.